Háskóli Íslands

11. apríl - Andmælaregla stjórnsýslulaga

AndmælareglaKennari: Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn og sérfræðingur á sviði stjórnsýsluréttar.

Andmælareglan er ein af grundvallarreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Á námskeiðinu var fjallað um andmælareglu stjórnsýslulaga sem lögfest er í 13. og 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og um tengsl hennar við önnur ákvæði laganna. Fræðilega er auðveldast að nálgast 13. og 18. gr. stjórnsýslulaga með því að leggja til grundvallar að í þeim komi fram þrenns konar andmælareglur.
Í fyrsta lagi regla sem fjallar um það hvenær stjórnvald verður að eigin frumkvæði að gefa aðila máls sérstakt færi á því að tjá sig um það áður en ákvörðun er tekin.
Í öðru lagi er um að ræða reglu þar sem aðila máls er tryggður réttur til þess að geta að eigin frumkvæði á hvaða stigi málsmeðferðar sem er krafist þess að fá máli frestað til þess að geta tjáð sig um það.
Í þriðja lagi hefur andmælareglan síðan annað efnisinntak þegar fleiri en einn eiga aðild og hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Farið var yfir þessar reglur og inntak þeirra skýrt og sérkenni dregin fram.

Námskeiðið byggist á kafla í nýrri bók Páls Hreinssonar um stjórnsýslurétt, og er ekki síður ætlað starfandi lögmönnum en starfsmönnum stjórnsýslunnar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is