Háskóli Íslands

14. nóvember - Jafnrétti og bann við mismunun

Jafnrétti og bann við mismunun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími:                                   Fimmtudagur 14. nóvember 2013, kl. 15-18
Kennari:                               Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og helsti sérfræðingur landsins á þessu sviði
Þátttökugjald:                     kr. 27.000.-
Skráningarfrestur:              Til og með 1. nóvember 2013
Staðsetning:                        Endurmenntun HÍ við Dunhaga 7 í Reykjavík         

Skráning hér

Markmið og tilgangur námskeiðs
Fjallað verður um jafnrétti og bann við mismunun á vinnumarkaði. Annars vegar um réttindi og skyldur samkvæmt Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og hins vegar tilskipun Evrópusambandsins nr. 2000/78/EC um bann við mismunun á vinnumarkaði vegna aldurs, fötlunar, kynhneigðar og trúar.  Unnið er að innleiðingu tilskipunarinnar.
Lögð verður áhersla á skyldur vinnuveitenda samkvæmt jafnréttislögum en lögin leggja margvíslegar skyldur á vinnuveitendur.  Þekking á jafnréttislögum og túlkun þeirra er lykilatriði við ákvarðanatöku í starfsmannamálum, ekki síst við ráðningar í störf og ákvörðun launa og kjara.

Námskeiðið gagnast lögmönnum, stjórnendum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, starfsmannastjórum, gæðastjórnendum og starfsfólki ráðningarskrifstofa.

Helstu efnisatriði sem fjallað er um:
1.        Almennt yfirlit yfir lög og reglur sem varða jafnrétti og bann við mismunun á
           vinnumarkaði.
2.        Helstu skyldur vinnuveitenda, einkum opinberra, á sviði jafnréttis.
3.        Ráðningar í störf. Mat á hæfni umsækjenda. Hvað ber að varast.
4.        Ákvörðun launa og annarra kjara.
Ávinningur þátttakenda:
1.        Þekking á kjarna löggjafar um jafnrétti og bann við mismunun á vinnumarkaði.
2.        Þekking á því hvers ber að gæta og hvað ber að varast við ákvarðanatöku.
3.        Minni hætta á mistökum við ráðningar í störf og ákvörðun launa.
4.        Þekking á helstu skyldum stjórnenda á vinnumarkaði og þeim kröfum sem
           vinnuveitendum er ætlað að uppfylla á sviði jafnréttis.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is