Háskóli Íslands

21. febrúar - Breytingar á barnalögum - efnisreglur og málsmeðferð

BarnalögNámskeið fyrir héraðsdómara í samstarfi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS). Kennari: Hrefna Friðriksdóttir, dósent í fjölskyldu- og erfðarétti við lagadeild HÍ.

Fjallað um breytingar á gildandi barnalögum nr. 76/2003 með lögum nr. 61/2012 og 144/2012. Kynntar nýjar efnisreglur um réttarstöðu barna og foreldra og lögð áhersla á að fjalla um lausn ágreiningsmála. Rætt um þær kröfur sem gerðar eru áður en mál er höfðað, málsmeðferð fyrir dómi og þau lögfestu sjónarmið sem leggja á til grundvallar úrlausnum. Fyrst og fremst litið til úrlausna mála um forsjá, lögheimili, umgengni og mála um beitingu þvingunarúrræða vegna forsjár eða umgengni.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is