Kennari: Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn og sérfræðingur á sviði stjórnsýsluréttar.
Á námskeiðinu verður fjallað um rannsóknarreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Rannsóknarreglan er grundvallarregla varðandi undirbúning ákvarðana af hálfu stjórnsýslunnar og skiptir inntak hennar og beiting miklu bæði fyrir stjórnsýsluna og borgarana. Á námskeiðinu verður farið yfir framkvæmd reglunnar í íslenskum rétti, en einnig gerð grein fyrir áhrifum og kröfum sem leiða af Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæðum EES-samningsins.
Námskeiðið byggist á kafla í væntanlegri bók Páls Hreinssonar um stjórnsýslurétt og er ekki síður ætlað starfandi lögmönnum en starfsmönnum stjórnsýslunnar.