Háskóli Íslands

22. október - Ráðningarréttur

Ráðningarréttur

 

 

 

 

 

Tími:                                     Fimmtudagur 22. október 2013, kl. 15-18
Kennari:                               Lára V. Júlíusdóttir hrl., lektor við lagadeild Háskóla Íslands og helsti sérfræðingur landsins á þessu sviði
Þátttökugjald:                     kr. 27.000.-
Skráningarfrestur:              Til og með 11. október 2013
Staðsetning:                        Endurmenntun HÍ við Dunhaga 7 í Reykjavík        

Skráning hér
 
Markmið og tilgangur námskeiðs
Á námskeiðinu verður fjallað um ráðningar starfsmanna, meginreglur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, hvernig vinnumarkaðurinn skiptist upp, mismunandi reglur, kjör og sjónarmið sem gilda fyrir hópa á vinnumarkaði. Fjallað verður um ráðningarsamninga, þau atriði sem gæta þarf við ráðningu og svo sjónarmið varðandi breytingar á honum og reglur um uppsögn. Farið verður yfir helstu lög sem snerta kjör á vinnumarkaði. 
 
Námskeiðið gagnast lögmönnum, stjórnendum fyrirtækja , starfsmannastjórum, gæðastjórnendum og starfsmönnum stéttarfélaga.
Helstu efnisatriði sem fjallað er um:
Meginreglur á vinnumarkaði, gildandi lög sem snerta ráðningarsamband í íslenskum vinnurétti
Ráðingarsamningurinn, upphaf, réttindi og skyldur
Starfslok, uppsagnir, brottvísun, starfslokasamningur
Ávinningur þátttakenda
Þekking á lagaramma ráðningarréttar
Þekking á meginþáttum ráðningarsamnings, hvers ber að gæta að, hvað ber að forðast
Þekking á reglum um uppsagnir og skyldum aðila í því sambandi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is