Háskóli Íslands

23. - 25. janúar - Ríkisstyrkir – Námskeið um löggjöf og dómafordæmi EFTA-dómstólsins

RíkisstyrkirÞriggja daga námskeið á ensku, kennari var Magnus Schmauch, aðstoðarmaður Páls Hreinssonar við EFTA-dómstólinn og sérfræðingur á sviði ríkisstyrkjalöggjafar.

Oft leikur vafi á því hvort aðgerðir opinberra aðila teljist til ríkisaðstoðar og þegar svo er, hvort sú aðstoð samrýmist reglum EES-samningsins um lögmæta ríkisaðstoð. Á námskeiðinu verður farið yfir löggjöf um ríkisaðstoð með áherslu á hagnýt og gagnleg atriði. Námskeiðið er skipulagt fyrir lögmenn, lögfræðinga og sérfræðinga, hvort heldur í einkarekstri eða í stjórnsýslu og hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Námskeiðið felur í sér umfangsmikla kynningu og yfirferð yfir þrjú meginsvið: Skilgreiningu á ríkisaðstoð, framkvæmdina samkvæmt löggjöf um ríkisaðstoð með yfirsýn yfir hlutverk þeirra sem fjalla um ríkisaðstoð innan einstakra ríkja og á vettvangi Evrópusambandsins, auk umfjöllunar um reglur á tilteknum sviðum.
Kennt 3 eftirmiðdaga, miðvikudag til föstudags. Fyrir hádegi föstudaginn 25. janúar verður sérstök kynning á nýlegum dómum EFTA-dómstólsins sem fjalla um ríkisstyrki.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is