Háskóli Íslands

6. Réttarsaga fiskveiða frá landnámi til 1990

Í 6. hefti ritraðar Lagastofnunar fjallar Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og sérfræðingur hjá Lagastofnun um réttarsögu fiskveiða frá landnámi til 1990.

Í ritinu er upphafi kvótakerfisins lýst og hvernig fiskveiðiréttindi þróuðust. Staðalímyndir kvótakerfisins um úthlutanir fiskveiðiheimilda eru afhjúpaðar og sýnt fram á að þær eiga ekki við rök að styðjast. Allt frá upphafi hafa margir fengið tækifæri til að öðlast umráð veiðileyfa og kvóta án greiðslu gjalds til þeirra sem fengu réttindunum úthlutað í upphafi. Niðurstöður gefa til kynna að spurningum um hvort kerfið sé réttlætanlegt og hvort kvóti sé eign hefur verið svarað á ófullnægjandi forsendum.

Athugasemdir Jóns L. Arnalds og Jóns B. Jónassonar við ritinu:

Athugasemdir varðandi sérleyfisskip 24. júní 2008
Svar við greinargerð höfundar um sérleyfisskip 29. júlí 2008
Svar við annarri greinargerð höfundar um sérleyfisskip 15. desember 2008

Athugasemdir varðandi skipstjóra- og áhafnarkvóta 24. júní 2008
Svar við greinargerð höfundar um skipstjóra- og áhafnarkvóta 29. júlí 2008
Svar við annarri greinargerð höfundar um skipstjóra- og áhafnarkvóta 15. desember 2008

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is