Háskóli Íslands

Alþjóðlegur skattaréttur

Tími:  26. febrúar 2015, kl. 16.30-19.30
Skráningarfrestur:  20. febrúar 2015
Kennari: Kristján Gunnar Valdimarsson lögmaður hjá Cato lögmenn og lektor við Lagadeild HÍ 
Staðsetning:  Lögbergi, stofu 201

                         Skráning

Um námskeiðið
Samspil landsréttar og alþjóðlegs skattaréttar. Hér verður gerð grein fyrir reglum um takmarkaða og ótakmarkaða skattskyldu. 
Efnisreglur tvísköttunarsamninga og samningsfyrirmynd OECD. Til dæmis hvar og hvernig vextir, arður eða söluhagnaður eru skattlagðir og hvernig ber að skattleggja fasta starfsstöð (útibú).  Fjallað verður m.a. um raunverulega framkvæmdastjórn félags og hvernig framkvæmdastjórnin, eða skipan hennar, getur haft áhrif á í hvaða ríki félag er skattlagt. 
Skattaleg samkeppni og alþjóðleg skattasniðganga. Fjallað verður um skattalega samkeppni og alþjóðlega skattasniðgöngu. Meðal annars verður vikið að CFC reglum á Íslandi, það er að segja; heimild skattyfirvalda til að líta í gegnum tiltekin félög og skattleggja hagnað þeirra hjá hluthafa með tekjuskatti að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Einnig verður tekið fyrir hvað telst raunverulegur eigandi (e. Beneficial owner)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is