Háskóli Íslands

Bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu

Tími: 10. nóvember 2016, kl. 16.30-19.30.

Kennari: Ásgeir Einarsson, lektor við Lagadeild HÍ og aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Staðsetning: Nánar auglýst síðar.

Skráning

Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hvers konar misnotkun á markaðsráðandi stöðu og er ákvæðið efnislega samhljóða banni EES réttarins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Það hefur mikla þýðingu fyrir fyrirtæki ef það telst markaðsráðandi. Þá leggjast á það sérstakar skyldur og það getur sætt viðurlögum vegna háttsemi sem er fyllilega heimil þegar um er að ræða fyrirtæki sem ekki eru markaðsráðandi.

Hér á landi hafa á undanförnum árum verið felldir úrskurðir og gengið dómar þar sem inntak bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu hefur verið skýrt nánar. Einnig hefur EFTA dómstóllinn og dómstólar ESB nýlega kveðið upp dóma sem hafa umtalsverða þýðingu að þessu leyti. Þá hefur framkvæmdastjórn ESB gefið út leiðbeiningu um hvernig hún hyggst forgangsraða í framkvæmd á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu og tengt þessu hafa átt sér stað umræður í fræðaheiminum um grundvallaratriði sem tengjast túlkun á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í námskeiðinu verður þetta rætt í tengslum við umfjöllun um meginatriði 11. gr. samkeppnislaga. Eftirfarandi verður m.a. tekið til skoðunar:

•    Getur fyrirtæki sem ekki er með mestu markaðshlutdeildina verið markaðsráðandi?
•    Geta skyldur 11. gr. samkeppnislaga tekið til markaðs sem er tengdur þeim markaði þar sem viðkomandi fyrirtæki er markaðsráðandi?
•    Er brot á 11. gr. samkeppnislaga háð því að sýnt sé fram á að aðgerðir markaðsráðandi fyrirtækis hafi í raun haft skaðleg áhrif?
•    Getur markaðsráðandi fyrirtæki misnotað stöðu sína með hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum?
•    Hver eru skilyrði þess að verðlækkun markaðsráðandi fyrirtækis teljist ólögmæt?

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is