Háskóli Íslands

Bann við samkeppnishamlandi samráði

Tími: 17. nóvember 2016, kl. 16.30-19.30.

Kennari: Ásgeir Einarsson, lektor við Lagadeild HÍ og aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Staðsetning: Nánar auglýst síðar.

Skráning

Í 10. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hvers konar samráði milli fyrirtækja sem er til þess fallið að raska samkeppni. Í 12. gr. laganna er að finna ákvæði sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir að samráð eigi sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka fyrirtækja.   Eru þessi ákvæði í samræmi við bann EES réttarins við samkeppnishamlandi samráði. Samráð milli fyrirtækja um verð og aðra mikilvæga samkeppnisþætti felur að jafnaði í sér háttsemi sem er afar skaðleg fyrir bæði neytendur og atvinnulífið. Geta slík brot leitt til þess að fyrirtæki séu beitt stjórnvaldsviðurlögum og stjórnarmenn eða starfsmenn refsingu. Skiptir því miklu að bæði stjórnendur fyrirtækja og ráðgjafar þeirra þekki vel þetta svið samkeppnisréttarins.

Á undanförnum árum hafa bæði hér á landi og í EES/ESB-rétti verið teknar ákvarðanir og kveðnir upp dómar sem skýra betur bann við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja. Þá hafa verið gefnar út leiðbeiningar um þýðingarmikla þætti, sbr. m.a. leiðbeinandi reglur Eftirlitsstofnunar EFTA frá 2013 um lárétta samstarfssamninga. Í námskeiðinu verður þetta rætt í tengslum við umfjöllun um meginatriði 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Eftirfarandi verður m.a. tekið til skoðunar:

•    Getur fyrirtæki brotið af sér við það eitt að taka við tölvupósti frá keppinauti þar sem það er hvatt til að hækka verð? 
•    Mega fyrirsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta verja verðhækkanir þeirra í opinberri umræðu?
•    Er það ólögmætt ef heildsali A flytur smásala B þau boð frá smásala C að smásöluverð á tiltekinni vöru sé of lágt?
•    Hvenær eru skipti á upplýsingum milli keppinauta eða miðlun upplýsinga innan hagsmunastamtaka fyrirtækja ólögmæt?
•    Hvað er samfellt samráð?

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is