Háskóli Íslands

Evrópusambandsréttur Lissabon-sáttmálinn með áherslu á fiski- og auðlindamál og ríkjasambandið

Lítið hefur verið ritað á íslensku um Lissabon-sáttmálann og þær breytingar sem sáttmálanum er ætlað að hafa á starfsemi Evrópusambandsins. Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður við Evrópusambandið og um þróun mála innan sambandsins frá febrúar 2014, skrifaði Stefán Már Stefánsson prófesor; Viðauki III: Evrópusambandsréttur í ljósi Lissabon-sáttmálans og aðildarumsóknar. 

Í þessu riti er gerð grein fyrir helstu breytingum sem gerðar voru á rétti Evrópusambandsins með Lissabon-sáttmálanum. Á eftir sögulegum inngangi eru einstök efnisatriði tekin fyrir. Markmiðið er einkum að gera grein fyrir réttarreglum Evrópusambandsins eins og þær stóðu við gildistöku Lissabon-sáttmálans og þeim helstu breytingum sem urðu við gildistöku hans. Með því móti ætti að nást fram yfirlit yfir þróun lagareglna Evrópusambandsins í samandregnu máli frá stofnun þess og fram að gildistöku Lissabon-sáttmálans en það er einmitt eitt af þeim atriðum sem svarað var í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands -Viðauka III.

Ritið er til sölu hjá Bóksölu Úlfljóts og Bóksölu stúdenta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is