Háskóli Íslands

Fiskveiðistjórnunarkerfið

Helgi Áss Grétarsson lét af störfum hjá Lagastofnun í júlí 2012 og tók þá við stöðu lektors í eignarétti við Lagadeild Háskóla Íslands.

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og doktorsnemi, rannsakar íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið m.a. hvort kvóti sé eign í skilningi íslensku stjórnarskrárinnar og hvort grundvöllur kvótakerfisins stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Helgi útskrifaðist með meistarapróf frá Lagadeild Háskóla Íslands 2004 og starfaði hjá BHM áður en hann hóf störf hjá Lagastofnun.

Fiskar í sjó eru óeignarhæf verðmæti en mynda sem heild auðlind sem er takmörkuð. Sú regla er forn og gamalgróin að allir megi stunda fiskveiðar í atvinnuskyni en í nútímanum gengur slík skipan vart upp vegna getu manna til að veiða mikið aflamagn. Að taka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur að markmiði að auka líkur á að auðlindin sé nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti hefur í för með sér margvíslegar samfélagslegar breytingar sem eðlilegt er að ágreiningur sé um í lýðræðissamfélagi. Lagaleg álitaefni um eignarrétt, jafnræði og atvinnufrelsi verða því knýjandi. Mikilvægt er að þeim álitaefnum sé svarað á traustum forsendum og grundvallist á öllum tiltækum og haldbærum gögnum.

Tilgangurinn með rannsókninni er að greina hina lagalegu þróun íslenska fiskveiðistjórnkerfisins og varpa ljósi á stjórnskipuleg álitaefni á grundvelli haldbærra forsendna um íslenska fiskveiðistjórnkerfið sem og fiskveiðistjórnkerfi annarra ríkja.

Árið 2008 kom út ritgerð Helga Áss, Réttarsaga fiskveiða frá landnámi til 1990, í 6. hefti ritraðar Lagastofnunar.

Árið 2011 kom út ritgerð Hela Áss, Þjóðin og kvótinn: Um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið 1991-2010 og stjórnskipuleg álitaefni í 9. hefti ritraðar Lagastofnunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is