Háskóli Íslands

Fjármálamarkaðir

Arnaldur Hjartarson lögfræðingur, LL.M. og aðjúnkt við Lagadeild HÍ, rannsakar íslenskan fjármálamarkað og löggjöf um fjármálafyrirtæki og eftirlitsaðila. Staða hans er styrk af Fjármálaeftirlitinu.

Í verkefninu felst að skoða m.a. forgangsröðun og efnistök við eftirlit með fjármálamarkaði og hvort og þá hvernig forgangsröðun sé möguleg við slíkt eftirlit. Aðferðafræði við setningu laga og stjórnvaldsfyrirmæla á fjármálamarkaði verður rannsökuð og það hvort bæta megi núgildandi löggjöf. Skoðað verður hvort mögulegt sé að koma á skýrara starfsumhverfi fjármálafyrirtækja og eftirlitsaðila á fjármálamarkaði. Vegna aðildar að EES-samningnum innleiðir Ísland margvíslegar tilskipanir tengdar fjármálamarkaðnum. Við mat á því hvernig best megi standa að innleiðingu slíkra reglna í íslenskan rétt er æskilegt að íslensk stjórnvöld séu upplýst um mismunandi leiðir sem nágrannaríki fara við innleiðingu sambærilegra reglna.

Arnaldur útskrifaðist með meistarapróf frá Lagadeild Háskóla Íslands 2008 og fékk héraðsdómslögmannsréttindi sama ár. Hann stundaði nám við lagadeild Yale háskóla 2012-2013 og útskrifaðist með LL.M. gráðu. Arnaldur starfaði áður sem aðstoðarmaður hæstaréttardómara og hjá Fjármálaeftirlitinu.

Arnaldur er með skrifstofu nr. 311 í Lögbergi, netfangið arnalhj@hi.is og síma 525 5189.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is