Háskóli Íslands

Norræn ráðstefna um gjafsókn í einkamálum 5. sept. 2014

Föstudaginn 5. september 2014, kl. 13-18, stendur Lagastofnun fyrir ráðstefnu um gjafsóknarreglur í einkamálum. Skráningarfrestur er til 2. september en ráðstefnan sem verður í Norræna húsinu, er ókeypis og öllum opin.  

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi sem vinna við gjafsóknarmál gera grein fyrir þeim reglum sem gilda og þau atriði sem reynir mest á. Þá munu lögmenn frá sömu löndum, með mikla reynslu í þessum málaflokki, fjalla um reynslu sína og hvað betur má fara í löggjöf og framkvæmd að þeirra mati. 

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands, með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar.

Fyrirlesarar:
Astrid Mavrogenis &  Casper Sølbeck (Denmark)
Jouko Pelkonen & Merja Muilu (Finland)
Wenche Bjørland & Magnhild Pape Meringen (Norway)
Karin Winter (Sweden)
Ása Ólafsdóttir Þyrí Steingrímsdóttir (Iceland)

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is