Háskóli Íslands

Skekkja þokukenndar hugmyndir um eignarrétt og atferli einstaklinga grundvöll fiskveiðistefnu Íslendinga?

Fimmtudaginn 31. mars kl. 12-13,  í Odda stofu 101, efna Hagfræðistofnun og Lagastofnun Háskóla Íslands til málþings.

Dan Bromley, prófessor við Wisconsin-Madison háskóla og ritstjóri LAND Economics, fjallar um það hvernig hann telur að skilja beri lagaleg og efnahagsleg hugtök sem varða fiskveiðistjórnun og hvernig hægt sé að breyta stöðu íslensks sjávarútvegs.

Að dómi Bromley hafa fræðileg skrif um fiskveiðistefnu einkennst af tvíþættri skekkju.  Í fyrsta lagi hefur almenningur ekki skýra hugsun um eignarrétt náttúruauðlinda og ákvarðanir einstaklinga um ráðstöfun þeirra. Af því leiðir að öll umræða um sjávarútvegsstefnu er á skjön. Í öðru lagi hefur misskilningur á hugtökum eins og efnahagsleg hagkvæmni, hagkvæm leiga og auðlindagjald, leitt til þess að stjórnmálamenn og stjórnendur fiskveiða hafa komið á óhagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi.

Fundarstjóri er Þórólfur Matthíasson, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is