Háskóli Íslands

Forseti Íslands: Hvers konar embætti er þetta? Forseti Íslands sem sameiningartákn þjóðarinnar

Föstudaginn 15. apríl nk. kl. 12:00-13:00 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands, ræðir Guðni Th. Jóhannesson, dósent við Sagnfræði- og heimspekideild, hugmyndina um forseta Íslands sem sameiningartákn þjóðarinnar.

Í erindinu sínu ætlar hann að fjalla um þá sýn manna á forsetaembættið að það eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar, og ræða uppruna þessarar hugmyndar og hvernig hún hefur þróast í áranna rás, frá einum forseta til annars. Einnig verður fjallað um mögulega kosti og galla sem fylgja því að forseti sé framar öðru sameiningartákn frekar en virkur - og þá væntanlega umdeildur - þátttakandi í stjórnmálum og átakaefnum samtímans. 

Að loknu erindi Guðni verða pallborðsumræður þar sem Hulda Þórisdóttir lektor við Stjórnmálafræðideild og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við Lagadeild HÍ taka þátt.  Fundurinn fer fram kl. 12:00-13:00 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands.

Fundurinn er hluti af hádegisfundaröðinni Forseti Íslands: Hvers konar embætti er þetta?, sem Stjórnmálafræðideild, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Sagnfræðistofnun og Lagastofnun við Háskóla Íslands standa að. Þar greina og ræða fræðimenn við Háskóla Íslands um embætti forseta Íslands út frá sjónarhorni stjórnmála-, lög- og sagnfræðinnar. Lokafundurinn verður með pallborðsumræðum þar fræðimenn ræða kosningabaráttuna og við hverju má búast í þróun forsetaembættisins í kljölfar kosninganna út frá áherslum og gengi frambjóðenda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is