Háskóli Íslands

Lagaþankar - Nýtt rit eftir Pál Sigurðsson prófessor emeritus

Lagastofnun hefur gefið út rafræna útgáfu ritsins Lagaþankar - Safn greina um réttarframkvæmd og lögfræði frá ýmsum tímum, eftir Pál Sigurðsson prófessor emeritus. Hægt er að skoða og prenta ritið ókeypis auk þess sem hægt er að kaupa prentuð eintök fyrir innan við 3.000.- krónur hjá Háskólaprenti.

Bókin hefur að geyma safn tíu frumsaminna greina, sem á einn eða annan hátt fjalla um lög og lögfræði, en þó með misjafnlega nánum tengslum við hefðbundnar greinar lögfræðinnar. Ýmsar greinarnar eru sögulegs eðlis og fjalla um áhugaverðar menningarminjar, er snerta, löggjöf á ýmsum tímum, lögfræðina, réttarframkvæmdina og sögu háskólanna. 

Nánari upplýsingar um efnið og ritið sjálft má sjá hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is