Háskóli Íslands

Auglýsing vegna rannsóknaraðstoðar

Auglýst er eftir meistaranemum við Lagadeild Háskóla Íslands til að aðstoða við rannsóknir á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands.

Hinn 30. janúar sl. tóku gildi reglur um aðstoð meistaranema Lagadeildar HÍ við rannsóknir á vegum Lagastofnunar HÍ (rannsóknaraðstoð). Reglurnar má nálgast hér.

Fyrir rannsóknaraðstoð samkvæmt reglunum fást allt að 6 ECTS einingar ef tilskildum kröfum er fullnægt, sbr. einkum 3. gr.  

Laganemar sem munu ljúka BA-prófi við Lagadeild HÍ í vor og ætla sér áframhaldandi meistaranám við deildina í haust geta sótt um að sinna rannsóknaraðstoð samkvæmt fyrrgreindum reglum auk meistaranema sem þegar eru skráðir í nám við deildina. Möguleiki er á að sinna aðstoðinni yfir sumarið ef eftir því er óskað.

Rannsóknaraðstoð getur tekið til hvaða réttarsviðs sem er. Þau verkefni sem auglýst er eftir laganemum í að þessu sinni eru eftirfarandi:

-      Samningaréttur. Umsjón Ása Ólafsdóttir.

-      Réttarfar (skiptaréttur). Umsjón Ása Ólafsdóttir.

-      Norðurslóðir, innviðir og atvinnustarfsemi, erlend fjárfesting í landi o.fl. Umsjón Eyvindur G. Gunnarsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst. Enn fremur Stefán Már Stefánsson og Aðalheiður Jóhannsdóttir.

Framangreind talning er ekki tæmandi og kunna nemendum að verða úthlutuð önnur verkefni eftir því sem efni standa til.

Umsóknum vegna rannsóknaraðstoðar skal beint til Lagastofnunar á netfangið lagastofnun@hi.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl nk. Við mat á því hvort umsókn skuli samþykkt er m.a. litið til námsárangurs og annarra atriða sem máli geta skipt. Leitast verður við að svara umsóknum innan viku frá því að umsóknarfresti lýkur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is