Háskóli Íslands

Nýtt rit: Evrópuréttur

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út ritið Evrópuréttur - réttarreglur Evrópusambandsins eftir Stefán Má Stefánsson.

Í ritinu er einkum gerð grein fyrir breytingum sem urðu á grundvallarreglum Evrópusambandsins með Lissabon-sáttmálanum sem öðlaðist gildi 1. desember 2009. Í ritinu er meðal annars fjallað um lagagrundvöll og eðli Evrópusambandsins auk þess sem efnið er sett í samhengi við framkvæmd EES-samningsins hér á landi en vegna hans hefur réttur Evrópusambandsins mikil áhrif á íslenskan rétt. Ritið hefur því ríkt notagildi fyrir lögfræðinga og aðrar starfsstéttir sem fást við réttarreglur ESB-réttar og EES-réttar í störfum sínum og þá sem stunda nám í Evrópurétti. Ritið felur í sér endurskoðaða og uppfærða útgáfu af eldra riti höfundar um sama efni sem Lagastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2014.

Hægt er að panta ritið með tölvupósti á netfangið lagastofnun@hi.is. Ritið verður einnig fáanlegt í Bóksölu stúdenta og í bóksölu Úlfljóts.

Einnig er hægt að gerast áskrifandi að ritröð/ritum Lagastofnunar. Áskrifendum bjóðast sérkjör á nýjum ritum og fá þau póstsend jafn óðum og þau eru gefin út. Hægt er að gerast áskrifandi með því að fylla út rafrænt eyðublað eða með tölvupósti á netfangið lagastofnun@hi.is.

 

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is