Háskóli Íslands

Kynferðisbrot - Löggjöf og dómaframkvæmd

Um rannsóknina

Rannsókn á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot, hinni refsiverðu háttsemi og refsingum fyrir brotin, með samanburði við norrænan rétt. Tæmandi lýsing á dómaframkvæmd Hæstaréttar að því er varðar kynferðisbrot.

Árið 2009 kom út bókin Kynferðisbrot - Dómabók. Bókaútgáfan Codex, Reykjavík 2009 (453 bls.) og 2015 bókin Nauðgun, nr. 14 í ritröð Lagastofnunar (204 bls.). Ný dómabók og fræðigreinar eru í vinnslu. Margar greinar hafa verið birtar um efnið, bæði í íslenskum og norrænum bókum og vísindatímaritum, og vísast þar um til ferilskrár.

Þátttakendur
Ragnheiður Bragadóttir, prófessor, og meistaranemar í lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands.

Fjármögnun
Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Aðstoðarmannasjóður

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is