Háskóli Íslands

Alþjóðlegar fjárfestingar og Evrópulöggjöf: Hvernig er hagsmunum Íslands best borgið?

Alþjóðlegar fjárfestingar og Evrópulöggjöf: Hvernig er hagsmunum Íslands best borgið?

International Investment and EU Law:Determining Iceland´s Best Interest

Opinn fundur Lagastofnunar fimmtudaginn 3. maí kl. 12-13.30 í sal 4 í Háskólabíó

Hvað getur Íslands gert til að vernda og verja náttúrurauðlindir sínar í ljósi Evrópulöggjafar og alþjóðlegra laga?

Framsöguerindi: Niklas Maydell lögmaður

Erlendar fjárfestingar valda því að skoða þarf hlutverk ríkisins og markaðarins innan ramma löggjafar Evrópusambandsins og alþjóðlegrar löggjafar. Innlend löggjöf þarf að tryggja jafnvægi milli þarfar á erlendri fjárfestingu og virðingu fyrir innlendum yfirráðum yfir náttúruauðlindum. Falla tvíhliða viðskiptasamningar Íslands úr gildi við aðild að Evrópusambandinu? Hver er lagarammi Evrópulöggjafar og hvað segja nýjustu dómar dómstóls Evrópusambandsins?

Niklas Maydell hefur starfað frá 2008 sem lögmaður hjá Cleary Gootlieb Steen & Hamilton LLP, sem er alþjóðleg lögmannsstofa með skrifstofur í 14 löndum. Maydell útskrifaðist frá lagaskóla Vínarborgar 2004, er með Ph.D. próf frá sama skóla og LL.M. próf frá Columbia University Law School 2008

Fundarstjóri: Elvira Mendez-Pinedo prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands

Erindið verður á ensku - Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður að lokinni framsögu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is