Háskóli Íslands

2. Milliverðlagning

Milliverðlagning - KápaHöfundur: Ágúst Karl Guðmundsson lögfræðingur undir umsjón Stefáns Más Stefánssonar prófessors.

Um efni ritsins: Milliverðlagning í skattaréttarlegu tilliti fjallar um þau vandamál sem skapast við verðlagningu í viðskiptum milli tengdra aðila. Þrátt fyrir að milliverðlagning hafi um langt skeið verði eitt af aðalviðfangsefnum alþjóðlegs skattaréttar hefur mjög lítið verið fjallað um þetta viðfangsefni í íslenskum skattarétti. Hér á landi hefur verið talið að almenn milliverðsregla  felist í 57. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, beitin reglunnar í skattframkvæmd er aftur á móti óljós. Ekki hafa verið settar neinar sérstakar reglur hérlendis í tengslum við milliverðlagningu eða hvernig eigi að finna út hið rétta milliverð. Þau lönd sem við eigum hvað mest viðskipti við hafa hins vegar flest set sér mjög ítarlegar milliverðsreglur sem flestar eru í samræmi við leiðbeiningar OECD um milliverðlagningu.

Ritgerðin er afrakstur rannsóknar á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem styrkt var af LEX-NESTOR lögmannsstofu, embætti ríkisskattstjóra og Fræðasjóði Úlfljóts.

Ritið er uppselt.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is