Háskóli Íslands

Umhverfisábyrgð fyrirtækja að þjóðarétti - Opinn fundur miðvikud. 17. sept. 2014 kl. 12-13.15

Rannsóknastofa í umhverfis- og auðlindarétti við Lagastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir opnum fundi á ensku:

Corporate Environmental Accountability in International Law - Umhverfisábyrgð fyrirtækja að þjóðarétti

Miðvikudaginn 17. september 2014,  kl. 12-13.15 í stofu 101 í Lögbergi 

Glærur úr fyrirlestrinum má sjá hér.

Dr. Elisa Morgera dósent við Edinborgarháskóla fjallar um umhverfisábyrgð fyrirtækja að þjóðarétti. Dr. Morgera er kunn fyrir rannsóknir sínar á sviði alþjóðlegs umhverfisréttar. Hún er höfundur bókarinnar Corporate Accountability in International Environmental Law (Oxford University Press, 2009) og fjölmargra greina og bókarkafla á sviði alþjóðlegs umhverfisréttar, þ.m.t. umhverfisréttar Evrópusambandsins. 

Fyrirlesturinn verður á ensku – Allir velkomnir 

 

Fundarstjóri: dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is