Háskóli Íslands

Towards Common European Rules on Civil Procedures - Best Practice or Tyranny of the Majority? Miðvikud. 24. sept. 2014 kl. 12-13.15

Opinn fundur Lagastofnunar HÍ í samstarfi við Sendiráð Frakklands, Evrópustofu og BBA lögmannsstofu.

Gilles Cuniberti, prófessor við háskólann í Luxembourg fjallar um vinnu við samræmdar evrópskar reglur í einkamálaréttarfari. Cuniberti situr í vinnuhópi á vegum European Law Institute og UNIDROIT, sem vinnur að drögum slíkra reglna. Hann hefur birt fjölda fræðigreina og bókakafla um alþjóðlegan einkamálarétt og samanburðarlögfræði.

Háskóli ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við Lagadeild HÍ verður co-referant með erindið:
Hafa Íslendingar eitthvað fram að færa þegar móta á sameiginlegar reglur?

Einkamálaréttar er nú í flóknu ferli samræmingar í Evrópu. Evrópusambandið hefur samræmt lög aðildarríkjanna á ýmsum sviðum síðan 1968. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur leitt í gildi sameiginlegar málsmeðferðarreglur gagnvart þeim ríkjum sem eru aðilar að Evrópuráðinu. Árið 2013 tóku Lagastofnun Evrópu og UNIDROIT að sér að hanna samræmt evrópskt regluverk um meðferð einkamála sem vonir standa til að verði áhrifamikið.

Hvernig eru þessar reglur? Í Evrópu eru mörg ólík réttarkerfi og hefðir sem hafa leitt til mjög mismunandi réttarfarsreglna í einkamálum. Eiga allar þessar lagahefðir þátt í evrópsku einkamálaréttarfari? Í erindi Prof. Cuniberti verður leitast við að meta hvort viðkomandi lögspekingar hafi valið skilvirkustu reglurnar af þeim sem gilda í mismunandi ríkjum Evrópu, eða hvort val þeirra hafi stjórnast af öðrum ástæðum og hagsmunum.

Skúli Magnússon veltir fyrir sér hvort og þá hvað Íslendingar geti haft fram að færa þegar kemur að samræmdri löggjöf.

Háskóli ÍslandsFundarstjóri: María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar HÍ

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is