Header Paragraph

Málþing um kolefnismarkaði

Image
Peningar í krukku

Hvaða hlutverki gegna kolefnismarkaðir í loftslagsaðgerðum? Hvernig tengjast þeir skuldbindingum, löggjöf og stefnumótun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum? Hvaða reglur gilda um viðskipti með kolefniseiningar og kolefnisjöfnun?

Lagastofnun Háskóla Íslands, í samvinnu við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, efnir til málþings miðvikudaginn 23. ágúst nk. um kolefnismarkaði og tengsl þeirra við löggjöf og stefnumótun um loftslagsmál. Málþingið fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 9:00–15:15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum í streymi.

Málþinginu er ætlað að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hlutverk kolefnismarkaða í baráttunni gegn loftslagsvandanum og draga upp mynd af því hvernig þeir nýtast sem opinbert stjórntæki í loftslagsmálum og sem aðferð til að afla fjármagns í loftslagstengd verkefni. Sérstaklega verður fjallað um samspil viðskipta með kolefniseiningar við löggjöf og stefnumótun í loftslagsmálum á Íslandi og verður sjónum beint að tækifærum, áskorunum og álitaefnum sem slík viðskipti hafa í för með sér.

Dagskrá málþingsins er tvískipt: Í fyrri hluta þess, sem fer fram á ensku, munu erlendir og innlendir sérfræðingar fjalla um viðskipti með kolefniseiningar í alþjóðlegu samhengi og helstu stefnur og strauma á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Í síðari hluta málþingsins, sem fer fram á íslensku, munu innlendir sérfræðingar og fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífsins og umhverfissamtaka, fjalla um kolefnismarkaði frá íslensku sjónarhorni, með áherslu á þróun viðskipta á valkvæðum kolefnismarkaði hér á landi.

Dagskrá:

  • Húsið opnar kl. 8:30. Heitt á könnunni.
  • 9:00 Málþing sett
  • 9:05 Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

9:15–12:15 Fyrri hluti: Alþjóðlegir kolefnismarkaðir og þróun valkvæða kolefnismarkaðarins

Fyrirlesarar:

  • Jonathan Wiener, prófessor í lögfræði, stjórnsýslu umhverfismála og opinberri stjórnsýslu við Duke University
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og fyrrum stjórnandi hjá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna
  • Cathrine Wenger, lögmaður og ráðgjafi norskra stjórnvalda í loftslagsmálum
  • Eve Tamme, sérfræðingur um kolefnismarkaði og alþjóðlegur ráðgjafi

Að loknum erindum verða pallborðsumræður fyrirlesara um stöðu og horfur alþjóðlegra kolefnismarkaða.

Fundarstjóri fyrri hluta málþingsins er Ash Sharma, stjórnandi hjá NEFCO, The Nordic Green Bank.

  • 12:15–13:00 Hádegismatur

13:00–15:15 Seinni hluti: Kolefnismarkaðir í íslensku samhengi

Fyrirlesarar:

  • Hrafnhildur Bragadóttir, aðjúnkt og doktorsnemi við Lagadeild Háskóla Íslands
  • Gunnar Sveinn Magnússon, yfirmaður sjálfbærniráðgjafar Deloitte

Pallborðsumræður um aðkomu hins opinbera að viðskiptum með kolefniseiningar:

  • Hrafnhildur Bragadóttir, Lagadeild Háskóla Íslands
  • Helga Barðadóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Benedikt Höskuldsson, utanríkisráðuneyti
  • Gunnlaugur Guðjónsson, Skógræktin
  • Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtök Íslands

Pallborðsumræður um valkvæða kolefnismarkaðinn á Íslandi frá sjónarhóli atvinnulífsins:

  • Gunnar Sveinn Magnússon, Deloitte
  • Edda Björk Ragnarsdóttir, Carbfix
  • Björgvin Stefán Pétursson, Yggdrasill Carbon
  • Guðmundur Sigbergsson, ICR - International Carbon Registry
  • Reynir Smári Atlason, Creditinfo

Fundarstjóri seinni hluta málþingsins er Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og náttúruauðlindarétti við Lagadeild Háskóla Íslands.

  • 15:15 Málþingi slitið

Viðburðurinn er styrktur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, matvælaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu.

Image
Matvælaráðuneytið
Image
Umhverfisráðuneytið
Image
Utanríkisráðuneytið