Háskóli Íslands

Norræn ráðstefna um gjafsókn í einkamálum

Norræn ráðstefna á vegum Lagastofnunar, föstudaginn 5. september 2014 kl. 13-18 í Norræna húsinu

Í samvinnu við Innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Hér er hægt að sjá upptökur af ráðstefnunni: 1. hluti, 2. hluti, 3. hluti.

Dagskrá og upplýsingar og reglur um gjafsókn má sjá neðar á síðunni.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi sem vinna við gjafsóknarmál gera grein fyrir þeim reglum sem gilda og þau atriði sem reynir mest á. Þá munu lögmenn frá sömu löndum, með mikla reynslu í þessum málaflokki, fjalla um reynslu sína og hvað betur má fara í löggjöf og framkvæmd að þeirra mati.

Meðal þess sem fjallað verður um eru atriði eins og hvort gjafsókn sé veitt til annarra en einstakling, hvort gjafsóknarþegar taki í einhverjum tilvikum þátt í kostnaði, hvort það sé gert að skilyrði og hvort takmörk séu á gjafsóknarkostnaði. Þá verður einnig rætt um hver sé framtíðarsýn m.a. með tilliti til þess hvort það sé lögð áhersla á að spara  í þessum málaflokki og hverjar geti verið afleiðingar slíkrar stefnu.

Dagskrá

Reglur og upplýsingar um gjafsókn á Norðurlöndunum:

Danmörk - Á ensku hér.
Finnland - Á sænsku hér og hér. Á ensku hér og hér.
Ísland - Á íslensku hér. Á dönsku hér.
Noregur - Á norsku hér. Á ensku hér.
Svíþjóð - Á ensku hér.

Glærur:

Astrid Mavrogenis &  Casper Sølbeck (Denmark)
Jouko Pelkonen & Merja Muilu (Finland)
Wenche Bjørland & Magnhild Pape Meringen (Norway)
Karin Winter (Sweden)
Ása Ólafsdóttir Þyrí Steingrímsdóttir (Iceland)

Skráning hér - Skráningarfrestur til 2. september. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is