Háskóli Íslands

Norræn refsilögsaga

Norræn refsilögsagaUm rannsóknina
Samnorrænt rannsóknarverkefni sem fjallar um réttarreglur um refsilögsögu á Norðurlöndum.
Reglurnar um refsilögsögu fjalla um mörkin gagnvart erlendum refsilögum og refsidómstólum og er litið svo á að þær tilheyri landsrétti hvers ríkis. Þessar reglur þurfa að vera í góðu samræmi við lögsögureglur annarra ríkja, svo að samskipti á þessu sviði við aðrar þjóðir gangi greiðlega. Vegna aukinnar hnattvæðingar hafa þessar reglur fengið aukið vægi. Lítið hefur verið fjallað um þær í norrænu samhengi og því var ráðist í þetta rannsóknarverkefni.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í bókinni: Criminal Jurisdiction – A Nordic Perspective. Eds.: Thomas Elholm & Birgit Feldtmann. DJØF Publishing. Copenhagen 2014 (182 bls.). Í bókinni eru fimm kaflar sem hver um sig fjallar um refsilögsögu á Norðurlöndunum fimm. Sjötti og síðasti kaflainn fjallar um norræna refsilögsögu í alþjóðlegu samhengi.
Sjá á: http://www.amazon.com/Thomas-Elholm/e/B00LZ4J3M6/ref=ntt_dp_epwbk_0 

Rannsóknaniðurstöður verða jafnframt gefnar út á þýsku vorið 2015.

Þátttakendur
Vagn Greve, fv. prófessor og deildarforseti lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla, Thomas Elholm prófessor og Birgit Feldtmann lektor, bæði við Syddansk Universitet í Óðinsvéum, Annika Suominen, postdoktor við lagadeild háskólans i Bergen, dr. Karin Cornils, fv. yfirmaður norrænu deildarinnar við Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht, Freiburg im Breisgau, Þýskalandi og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Fjármögnun
Margot & Thorvald Dreyers fond.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is