Háskóli Íslands

Norrænar réttarreglur um forkaupsrétt

Um rannsóknina
Rannsókn um norrænar réttarreglur um forkaupsrétt.

Íslenskar réttarreglur um forkaupsrétt byggja fyrst og fremst á lögum (lögbundinn forkaupsréttur, dómafordæmum og fræðaskoðunum. Lesefnið um þetta viðfangsefni eignaréttarins hefur ekki verið uppfært um langt skeið. Markmið verkefnisins er að bæta úr þessu.

Þörf er á að afla nánari upplýsinga um norrænar réttarreglur um forkaupsrétt, m.a. til að efla skilning á íslenskum reglum sem og til að bera reglur þessara nágrannaríkja saman. Jafnframt verður dómaframkvæmd hér á landi yfirfarin, hvort sem um lögbundinn eða samningsbundinn forkaupsrétt er að ræða. 

Þátttakendur
Helgi Áss Grétarsson dósent við Lagadeild HÍ stýrir rannsókninni sem er unnin af laganemum við deildina.

Gert er ráð fyrir að þessu verkefni ljúki vorið 2015.

Fjármögnun
Aðstoðarmannasjóður Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is