Háskóli Íslands

Norrænir fjármunaréttardagar 2013

Nordiske formueretsdager 2013Dagana 17.-19. apríl sl. stóð Lagastofnun Háskóla Íslands fyrir málþingi norrænna fræðimanna í fjármunarétti; Nordiske formueretsdager 2013. Málþingið sóttu rúmlega 65 fræðimenn frá 16 lagadeildum háskóla í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti sem staðið er fyrir slíku málþingi á Íslandi en samstarf fræðimanna lagadeilda Norðurlandanna á sviði fjármunaréttar hefur staðið yfir frá árinu 1994. Hér má sjá myndir úr móttöku sem haldin var til að bjóða hópinn velkominn til landsins miðvikudaginn 17. apríl. Málþingið stóð yfir fimmtudaginn 18. apríl og fyrir hádegi föstudaginn 19. apríl, með samtals 6 málstofum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is