Háskóli Íslands

Ráðstefnur og þjónusta

Frá HáskólatorgiFundir, málþing og málstofur
Fræðsluhlutverki því sem Lagstofnun er ætlað að standa fyrir er sinnt af miklum metnaði gagnvart háskólasamfélaginu, lögfræðingastéttinni og almenningi. Haldnir eru opnir fundir, málþing og málstofur af stofnuninni með innlendum og erlendum sérfræðingum en einnig í samvinnu við Lagadeild sem hluti af námskeiðum, í samvinnu við aðrar stofnanir háskólans, lögmannsstofur, opinberar stofnanir eða samtök, fagfélög og fyrirtæki. Fyrirhugaðir og þegar haldnir fundir, sjá hér.

Ráðstefnur
Stofnunin stendur fyrir innlendum, norrænum og alþjóðlegum ráðstefnum um ýmis málefni, oft í samvinnu við ráðuneyti eða opinberar stofnanir, en einnig í samvinnu við samstarfsnet sérfræðinga í lögfræði. Sótt er um styrki til innlendra aðila og erlendra sjóða til að fjármagna ráðstefnurnar. Fyrirhugaðar og þegar haldnar ráðstefnur, sjá hér.

Þjónusta
Lagastofnun hefur tekið að sér þjónusturannsóknir að beiðni Alþingis, opinberra stofnana og embætta, ráðuneyta, félagasamtaka og fagfélaga og skilað umfjöllun og niðurstöðum í formi álitsgerða og skýrslna. Skilyrði fyrir slíkum verkefnum er að stofnunin skoðar almennt lagaatriði og réttarstöðu en tekur ekki afstöðu í einstökum deilumálum. Í mörgum tilvikum er óskað eftir því að niðurstöður verði ekki gerðar opinberar en stofnunin birtir aðrar niðurstöður.  Skýrslur og álitsgerðir, sjá hér.

Innanríkisráðuneytið og Alþingi hafa falið Lagastofnun að útbúa hlutlaust kynningarefni fyrir þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur sem haldnar hafa verið á lýðveldistíma Íslands, árin 2010, 2011 og 2012.

Skipan í nefndir og ráð
Ráðuneyti, stofnanir, embætti, félög og samtök geta óskað eftir því að Lagastofnun tilnefni fulltrúa til setu í nefndum, ráðum og starfshópum sem fjalla um löggjöf eða önnur málefni sem þarfnast sérfræðikunnáttu í lögum.

Námskeið
Þá stendur stofnunin fyrir námskeiðum í lögfræði fyrir lögfræðinga, lögmenn, dómara og aðra sérfræðinga. Upplýsingar um námskeiðin, fyrirhuguð og áður haldin má sjá hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is