Háskóli Íslands

Rannsóknastöður

Við Lagastofnun er starfrækt ein rannsóknastaða, þar sem starfmaður sinnir aðeins rannsóknum á fjármálamörkuðum, þ.m.t. á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja og eftirlitsaðila. Staðan er styrkt af Fjármálaeftirlitinu og er tímabundin frá ársbyrjun 2014 til ársloka 2015. Lagastofnun hefur markað sér þá stefnu að stunda auknar rannsóknir á þessu sviði á næstu árum samhliða auðlindarétti.

Á árunum 2006-2012 voru tvær rannsóknastöður við stofnunina, báðar á sviði auðlindaréttar, réttarsviði sem Lagastofnun og Lagadeild Háskóla Íslands hafa lagt sérstaka áherslu á undanfarin ár, í kennslu og rannsóknum. Lagadeild býður upp á sérstakt LL.M. nám á sviði auðlindaréttar og alþjóðlegs umhverfisréttar.

Rannsóknarverkefnin sem unnin voru af starfsmönnum í rannsóknastöðum voru um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og raforkukerfið, svið sem skipta sífellt meira máli fyrir efnahag íslenska þjóðarbúsins, en löggjöfin á fyrrnefnda sviðinu hefur verið mjög umdeild. Því var mikilvægt að greina lagalega þróun íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og varpa ljósi á stjórnskipuleg álitaefni á grundvelli haldbærra forsendna um íslenska kerfið sem og fiskveiðistjórnkerfi annarra ríkja.

Íslenska raforkulöggjöfin er að meginstefnu til komin í gegnum löggjöf Evrópusambandsins og því mikilvægt að rannsaka hana og kortleggja ofan í kjölinn með skipulegu hætti þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi sölu og dreifingu raforku.

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is