Háskóli Íslands

Sérstök sameign - Kennslurit

Um rannsóknina
Um nokkuð langt skeið hefur kennsla í eignarétti við lagadeild Háskóla Íslands borið þess merkis að enn er í mörgum atriðum stuðst við lesefni eftir  Dr. Gauk Jörundsson sem gefið var út á árunum 1982–1983. Þótt ritsmíðar Gauks séu vandaðar þá eru þær komnar til ára sinna og um sumt úreltar. Brýn þörf er því til staðar að uppfæra þetta lesefni, m.a. það er lýtur að sérstakri sameign og lögum um fjöleignarhús en markmið þessa verkefnis er að tryggja útgáfu kennslurits um það tiltekna efni. Vonir standa til þess að hægt verði að styðjast við ritið í kennslu í eignarréttarnámskeiði lagadeildar Háskóla Íslands frá og með vorinu 2015. 

Hvað mikilvægi verkefnisins áhrærir verður til þess að líta að ólíkt sumum nágrannaríkjum hafa ekki verið lögfestar helstu almennar meginreglur um sérstaka sameign á Íslandi. Slíkt eykur þörfina á að hafa til reiðu á hverjum tíma nýlegt lesefni um þetta mikilvæga réttarsvið. Þessu til viðbótar er ljóst að margvíslegir aðilar í samfélaginu hafa gagn af því að fyrir liggi vönduð samantekt á meginreglum laga um fjöleignarhús nr. 26/1994, m.a. forsvarsmenn húsfélaga og sá stóri hópur aðila sem aðstoða félagsmenn slíkra félaga.

Þátttakendur
Helgi Áss Grétarsson og Karl Axelsson, dósentar við Lagadeild HÍ ásamt laganemum í meistaranámi.

Fjármögnun
Kennslumálasjóður Háskóla Íslands, Fræðasjóður Úlfljóts og LEX lögmannsstofa

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is