Háskóli Íslands

Skattaréttur fyrir lögmenn

Tími: 23. og 25. febrúar 2016, kl. 16:30-19:30.
Skráningarfrestur: 18. febrúar 2016.
Kennari: Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Lagadeild HÍ og lögmaður hjá Cato Lögmenn.
Staðsetning:  Nánar auglýst síðar
Verð: kr. 45.000.-

                                                        Skráning hér

Markhópur
Námskeiðið er einkum ætlað fyrir þá sem þurfa að kunna skil á skattareglum og málum á sviði skattaréttar, hvort sem er á lögmannsstofum, endurskoðunarskrifstofum, dómstólum eða á öðrum vettvangi.

Um námskeiðið
Farið verður yfir þær reglur sem gilda um neðangreind atriði frá fræðilegu og hagnýtu sjónarmið með áherslu á þau atriði sem helst reynir á í störfum lögmanna. Skoðuð verða fordæmi dómstóla og úrskurðir skattyfirvalda.

Skattasniðganga
Hvað er skattafyrirhyggja, skattasniðganga og skattsvik? Er munur á þessu? Er skattyfirvöldum heimilt að líta framhjá einkaréttarlega gildum ráðstöfunum við skattlagningu? Ef svo er hvaða reglur gilda um það ?

Skattskyldar tekjur og frádráttarbær kostnaður
Til að finna út hvað greiða ber í skatt þarf að skoða hvaða tekjur eru skattskyldar og hvaða útgjöld eru frádráttarbær. Hver er skattaleg meðferð söluhagnaðar td hlutabréfa og fasteigna? Er heimilt að gjaldfæra málverk og snjósleða í rekstri? Er munur á reikningsskilum og skattskilum?

Skattalegur samruni
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að njóta skattalegs hagræðis við samruna félaga? Hvað felst í gagngjaldsskilyrði skattalaga ? Þarf td tap að hafa myndast í samskonar rekstri og félag sem við tekur vera í skyldum rekstri? Hvað þýðir það? Hvað er eðlilegur og venjulegur rekstrartilgangur? Er heimilt að sameina íslenskt félag erlendu félagi? Ef svo er hvaða reglur gilda um það ?

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is