Háskóli Íslands

Skipan raforkumála

Margrét Guðlaugsdóttir lét af störfum hjá Lagastofnun í maí 2010 og stundar nú doktorsnám við háskólann í Heidelberg.

Margrét Guðlaugsdóttir vinnur að rannsóknarverkefni á sviði orkumála um raforkulöggjöf á Íslandi og í Evrópu.

Rannsóknin lýtur að þeim breytingum sem orðið hafa á skipan raforkumála hér á landi síðustu ár. Þær eiga að mestum hluta rætur að rekja til tilskipunar Evrópubandalagsins um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku, auk tengdrar löggjafar.

Ísland hefur ákveðna sérstöðu í raforkumálum þar sem raforkukerfið er algjörlega einangrað frá raforkukerfum annarra landa auk þess sem hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi er mjög hátt.Markmiðið með rannsókninni er að kanna hvaða áhrif löggjöf Evrópubandalagsins hefur haft á skipan raforkumála hér á landi meðal annars í ljósi þessarar sérstöðu.

Margrét lauk meistaraprófi frá lagadeild HÍ vorið 2009 en þar lagði hún áherslu á þjóðarétt og umhverfis- og auðlindarétt.

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, styrkir rannsóknaverkefnið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is