Háskóli Íslands

Stjórn

Stjórn Rannsóknarstofu í Evrópurétti skipa:

 

M. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, formaður. Elvira er prófessor í Evrópurétti og formaður rannsóknastofunnar. Hún hefur starfað við Lagadeild frá árinu 2007 og hefur langan og fjölbreyttan náms- og starfsferið á sviði Evrópuréttar. Elvira er höfundur ritsins EC and EEA Law; A Comparative Study of the Effectiveness of European Law, sem kom út í ágúst 2009. Hún hefur auk þess birt fjölmargar fræðigreinar innanlands sem erlendis og haldið fjölda erinda og fyrirlestra á sviði Evrópuréttar.

 

Stefán Már StefánssonStefán Már Stefánsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Stefán Már var skipaður prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands1979. Hann hafði umsjón með kennslu og rannsóknum í réttarfari, félagarétti og Evrópurétti um langt árabil og er einn helsti sérfræðingur landsins á þessum sviðum. Stefán á langan ritferil að baki og hefur samið ýmis grundvallarrit á þeim vettvangi. Nýleg rit eru m.a. Samstæður hlutafélaga 2008, Um sönnun í sakamálum 2007 og endurskoðuð útgáfa 2012 og Hlutafélagaréttur 2013.

 

Dóra Guðmundsdóttir, LL.M. og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands. Dóra hefur verið aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2010. Hún hefur lokið meistaraprófi í Evrópurétti og þjóðarétti. Dóra var varadómari við EFTA-dómstólinn 2000-2007 og starfaði sem aðstoðarmaður dómara við sama dómstól 1995-1999. Hún var stundakennari við Lagadeild HÍ 2000-2006 og við Lagadeild háskólans á Bifröst 2004-2008. Dóra hefur ritað fræðigreinar um Evrópurétti sem birtar hafa verið hérlendis og erlendis og haldið fjölmörk erindi, fyrirlestra og námskeið á því sviði.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is