Háskóli Íslands

Stjórn

Stjórn Rannsóknarstofu í umhverfis- og auðlindarétti:

Helgi Áss Grétarsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

Helgi Áss er dósent í eignarétti og formaður rannsóknastofunnar. Hann hefur starfað við Lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2012 og starfaði sem sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands árin 2006-2012 við rannsóknir á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Helgi starfaði hjá BHM áður en hann hóf störf hjá Lagastofnun en hann útskrifaðist frá Lagadeild Háskóla Íslands 2004. Útgefið efni eftir Helga er m.a. í 6. og 9. heftum Ritraðar Lagastofnunar Háskóla Íslands; Réttarsaga fiskveiða frá landnámi til 1990 og Þjóðin og kvótinn: Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið 1991-2010 og stjórnskipuleg álitaefni.

 

Aðalheiður JóhannsdóttirAðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Aðalheiður er prófessor í umhverfisrétti. Hún hefur starfað við Lagadeild frá árinu 2002 og sem prófessor frá árinu 2009. Hún var Forstjóri Náttúruverndar ríkisins 1997-1998, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs 1994-1997 og starfaði í umhverfisráðuneytinu 1992-1994. Aðalheiður útskrifaðist frá Lagadeild Háskóla Íslands 1991 og lauk doktorsprófi Doctor Juris (LL.D.) í umhverfisrétti 2009 frá lagadeild háskólans í Uppsölum. Doktorsritgerð hennar bar heitið: The significance of the default. A study in environmental law methodology with emphasis on ecological sustainability and international biodiversity law. Aðalheiður hefur birt fræðigreinar innanlands sem erlendis og haldið fjölda erinda og fyrirlestra á svið umhverfisréttar og vinnur nú að útgáfu fræðiritanna Megindrættir íslenskrar skipulagslöggjafar, lagarammi og réttarframkvæmd, sem áætlað er að gefa út haustið 2014 og Íslenskur umhverfis- og náttúruauðlindaréttur, sem áætlað er að gefa út árið 2015.

 

Harpa PétursdóttirHarpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun.

Harpa hefur starfað hjá Orkustofnun sl. fjögur ár en áður starfaði hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur með námi. Hún hefur sérhæft sig í orku- og auðlindarétti og hefur undanfarið starfað einna helst á sviði raforkumála. Harpa hefur komið að ritum ýmissa greina og skýrslna er varða réttarsviðið við störf sín hjá Orkustofnun. Þá hefur hún einnig verið stundakennari við Háskólann á Bifröst í orku- og auðlindarétti. Harpa útskrifaðist með ML frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hafði áður lagt stund á viðskiptafræði við Montesquieu háskólann í Bordeaux auk frönsku- og spænskunáms

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is