Háskóli Íslands

Stofnun nýrra fasteigna - Hver gerir hvað, hvenær og hvers vegna?

Tími: Fimmtudagur 13. október, kl. 16.30-19.30.
Kennarar: Ásta Sólveig Andrésdóttir og Ásta Guðrún Beck, eigendur Direkta lögfræðiþjónustu.
Staðsetning: Nánar auglýst síðar.
Hægt verður að fylgjast með námskeiðinu sem verður streymt.
Skráning
 
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir stofnun nýrra fasteigna og helstu álitaefni sem komið geta upp við þá aðgerð. Hvert er hlutverk hvers og eins aðila, við hvaða aðstæður þarf að skipta upp eða sameina fasteignir og hvernig er það framkvæmt svo réttindi séu tryggð? 
 
Fasteignir geta stofnast með umsókn um stofnun nýrrar lóðar, með eignaskiptayfirlýsingu þar sem ný fasteign verður til í fjöleignarhúsi, eða með umsókn um stofnun nýrrar eignar í fjöleign þar sem landi er skipt upp í fleiri fasteignir með eignaskiptayfirlýsingu um land. 
 
Við þessar aðgerðir koma ýmis lögfræðileg álitamál til skoðunar og verður á námskeiðinu farið yfir þau helstu, framkvæmdin skoðuð, röð aðgerða tíunduð og sjónum beint að verklagi hinna ýmsu aðila sem að málinu koma. Farið verður yfir helstu dóma á réttarsviðinu og þau lög sem hafa þarf til hliðsjónar, en þau helstu eru lög um skráningu og mat fasteigna, lög um fjöleignarhús, jarðalög og þinglýsingarlög.
Á námskeiðinu verða fræðin skoðuð auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á praktísk atriði sem varða málefnið. Hver gerir hvað hvenær og hversvegna?
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is