Háskóli Íslands

„Svigrúm til mats“ í evrópskri mannréttindavernd

Svigrúm til mats

 

 

 

 

 

 

 

„Svigrúm til mats“ í evrópskri mannréttindavernd

Um rannsóknina

Fyrsta markmið þessa rannsóknarverkefnis er að auka skilning á fyrirbærinu „svigrúm til mats” (e. „margin of appreciation“) með lýsandi greiningu á réttarframkvæmd á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og í EB rétti, bæði hvað varðar virkni svigrúms til mats og samband þess við meðalhófsreglu og nálægðarreglu, sem og varðandi þá þætti sem hafa áhrif á umfang svigrúmsins.  Annað markmið verkefnisins er síðan fræðileg kenningasmíð um svigrúm til mats frá sjónarhorni túlkunarfræðinnar.  Áætlað er að um 550 dómar frá Mannréttindadómstól Evrópu og 400 dómar frá EB dómstólnum frá árabilinu 2006-2013 verði greindir.  Verkefnið verður fyrsta umfangsmikla samanburðarrannsóknin á svigrúmi til mats í báðum réttarkerfum.

Þátttakendur

Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor stýrir rannsókninni, en auk hennar hafa Dóra Guðmundsdóttir aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, Gunnar Þór Pétursson dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Gunnar Narfi Gunnarsson lögfræðingur og Lísa Margrét Sigurðardóttir lögfræðingur starfað að rannsókninni. Alþjóðlegt gæðaráð rannsóknarinnar skipa Dinah Shelton, prófessor við George Washington háskóla í Washington, Niamh Nich Shuibhne prófessor við Edinborgarháskóla og Xavier Groussot, dósent við háskólann í Lundi.

Fjármögnun

Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is