Tími: | Fimmtudagur 6. nóvember 2014, kl. 16-19. |
Kennari: | Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ |
Þátttökugjald: | kr. 27.000.-, fjölrit er innifalið í verði |
Skráningarfrestur: | Til og með 30. október. Takmarkaður aðgangur! |
Staðsetning: | Auglýst síðar. |
Skráning
Fjallað verður um fjögur þemu:
1. Inngang að umhverfisrétti með áherslu á lagalegan grundvöll réttarsviðsins, áhrifavalda, áhrif ESB/EES á þróun þess hér á landi og helstu efnissvið.
2. Helstu meginreglur umhverfisréttar og birtingarmyndir þeirra í íslenskum rétti með áherslu á varúðarreglu.
3. Lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð sem eru nýmæli í íslenskum rétti. Með gildistöku laganna ber tiltekin atvinnustarfsemi hlutlæga ábyrgð á eiginlegu umhverfistjóni á hlutlægum grunni og varir ábyrgðin í 30 ár.
4. Nýmæli í skipulagsrétt, þ.m.t. landsskipulagsstefnu, og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem sett var á laggirnar samkvæmt lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefndin tók við hlutverki nokkurra úrskurðarnefnda, þ.m.t. úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og úrskurðarnefndar sem starfaði samkvæmt 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.