Háskóli Íslands

Þinglýsingar - Í upphafi skyldi endinn skoða

Tími: Fimmtudagur 6. október, k. 16.30-19.30.
Kennarar: Ásta Sólveig Andrésdóttir og Ásta Guðrún Beck, eigendur Direkta lögfræðiþjónustu.
 

Staðsetning: Nánar auglýst síðar.
Hægt er að fylgjast með námskeiðinu í fjarfundabúnaði

Skráning

Um námkeiðið
Í störfum lögmanna, lögfræðinga og fasteignasala koma þinglýsingar iðulega við sögu. Oft er þinglýsing lokahnykkur á flóknum og viðamiklum löggerningum þar sem mikil vinna liggur að baki og því mikilvægt að ekki komi upp vandamál sem getur reynst erfitt og snúið að leysa úr eftirá.  Góð þekking á formreglum þinglýsingarlaga getur því sparað tíma og peninga. 
 
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur þinglýsingarlaga, eðli þinglýsinga, þinglýsingu einstakra gerninga, stofnun nýrra eigna í þinglýsingarbók og margt fleira sem tengist þinglýsingum. Farið verður yfir dómaframkvæmd auk þess sem fjallað verður lítillega um framtíð þinglýsinga og þróun hérlendis sem og erlendis.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is