Háskóli Íslands

Úrræði við brotum á skyldum aðila í fjöleignarhúsum

Um rannsókina
Þekkt er að ágreiningur á milli sameigenda fjöleignarhúss getur komist á slíkt stig að nauðsynlegt sé að einn sameigendanna þurfi að víkja úr húsinu og eftir atvikum að selja eign sína. Um skilyrði þess, að einn sameigendanna verði að láta af umráðum eignar sinnar með þessum hætti, fjallar 55. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994. Markmiðið með rannsókninni er að fjalla um efnisinntak þessa lagaákvæðis en á undanförnum árum hafa fallið ýmsir dómar, m.a. dómar Hæstaréttar Íslands, þar sem reynir á beitingu ákvæðisins.

Í þeirri ritrýndu fræðigrein sem ráðgert er að birta verður hefðbundinni lögfræðilegri aðferð beitt við að skýra áðurnefnt lagaákvæði. Fjallað verður með skipulögðum hætti um einstakar málsgreinar ákvæðisins og hvaða hætti þeim hefur verið beitt í dómaframkvæmd. Einnig verður vísað til lögskýringargagna, sem varpa ljósi á efni ákvæðisins, sem og sambærilegra ákvæða í löggjöf nágrannaríkja Íslands.

Þátttakendur
Helgi Áss Grétarsson dósent við Lagadeild HÍ auk laganema í meistaranámi við deildina.

Fjármögnun
Aðstoðarmannasjóður Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is