Tilgangur ritraðar Lagastofnunar er að vera vettvangur fyrir framúrskarandi rannsóknir í lögfræði sem hafa fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir lögfræðinga og samfélagið í heild sinni.

Fyrsta heftið í ritröð Lagastofnunar kom út árið 2005. Síðan þá hafa í ritröðinni verið birtar fjölmargar ritgerðir sem spanna öll helstu svið lögfræðinnar.

Hægt er að panta einstök hefti í ritröð Lagastofnunar eða gerast áskrifandi að ritröð/ritum Lagastofnunar. Áskrifendum bjóðast sérkjör á nýjum ritum og fá þau póstsend jafn óðum og þau eru gefin út.

  • Hægt er að gerast áskrifandi að ritum Lagastofnunar með því að senda tölvupóst á netfangið lagastofnun@hi.is.
  • Rit Lagastofnunar eru mörg hver fáanleg hjá Bóksölu stúdenta og Úlfljóti.
  • Gjaldfrjáls aðgangur er að tilteknum netbókum hér á vefnum.
Yfirlit yfir öll rit ritraðarinnar
Verktafir, ábyrg á þeim og afleiðingar, bókarkápa

Höfundur er Víðir Smári Petersen lögmaður og dósent við Lagadeild HÍ.

Dómar um umboðssvik í kjölfar bankahruns, bókarkápa

Höfundur er Eiríkur Tómasson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands.

Vinnsla persónuupplýsinga við meðferð stjórnsýslumála, bókakápa

Höfundur er Páll Hreinsson, rannsóknarprófessor við Lagadeild HÍ og forseti EFTA - dómstólsins.

Um tómlæti og réttaráhrif þess einkum í vinnurétti, bókarkápa

Höfundur er Viðar Már Matthíasson, hæstaréttardómari.

Vandaðir stjórnsýsluhættir, bókarkápa

Höfundur er Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við Lagadeild HÍ.

Forkaupsréttur, bókarkápa

Höfundur er Þorvaldur Hauksson lögfræðingur.

Nauðgun, bókarkápa

Höfundur er Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Lagadeild HÍ.

Um sönnun í sakamálum 2. útgáfa, bókarkápa

Höfundur er Stefán Már Stefánsson, prófessor við Lagadeild HÍ.

The authority of European law: Exploring primacy of EU law and effect of EEA law from European and Icelandic perspective, bókarkápa

Höfundar eru M. Elvira Mendéz-Pinedo, prófessor Ph.D. og Ólafur Ísberg Hannesson Ph.D.

 Tvísköttunarsamningar og evrópskar skattareglur bókarkápa

Höfundar eru Ragnheiður Snorradóttir, lögmaður LL.M., og Stefán Már Stefánsson, prófessor við Lagadeild HÍ.

Þjóðin og kvótinn: Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið 1991 -2010 og stjórnskipuleg álitaefni, bókarkápa

Höfundur er Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og sérfræðingur við Lagastofnun HÍ. 

Réttarreglur um losun gróðurhúsalofttegunda, bókarkápa

Höfundur er Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur.

Endurskoðun ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið, bókarkápa

Höfundar eru Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent, og Eiríkur Tómasson, prófessor við Lagadeild HÍ.

Réttarsaga fiskveiða frá landnámi til 1990 bókarkápa

Höfundur er Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og sérfræðingur hjá Lagastofnun HÍ.

Rafræn vinnsla persónuupplýsinga við meðferð stjórnsýslumála, bókakápa

Höfundur er Páll Hreinsson, hæstaréttardómari.

Um sönnun í sakamálum, bókakápa

Höfundur er Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ.

Kynferðisbrot bókakápa

Höfundur er Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við Lagadeild HÍ.

Milliverðlagning ritröð Lagastofnunar, bókakápa

Höfundur er Ágúst Karl Guðmundsson lögfræðingur undir umsjón Stefáns Más Stefánssonar prófessors.

Ritröð 1, Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum, bókakápa

Höfundur er Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.

Share