Ráðstefna - Konference - Conference

Lagastofnun

Lagastofnun er vísindaleg rannsóknarstofnun sem starfrækt hefur verið af Lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1974.

Meginhlutverk stofnunarinnar felst í rannsóknum og fræðilegri útgáfu þeim tengdum. Stofnunin tekur einnig að sér þjónustuverkefni í formi skýrslna og álitsgerða og stendur fyrir fræðslunámskeiðum, ráðstefnum og málþingum á sviði lögfræði.

Innan vébanda Lagastofnunar eru starfræktar rannsóknastofur á einstökum sviðum lögfræðinnar. Stofnunin starfar einnig náið með fræðimönnum Lagadeildar og öðrum rannsóknastofnunum bæði innan Háskóla Íslands og utan hans.
 

Image
""