Um Lagastofnun
Lagastofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands og heyrir undir Lagadeild.
Samkvæmt 2. gr. reglnanna er hlutverk Lagastofnunar einkum að:
- efla tengsl rannsókna og kennslu og samhæfa rannsóknir í lögfræði sem unnið er að við Háskóla Íslands
- styðja kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og veita nemendum í framhaldsnámi aðstöðu og búnað til rannsóknarstarfa eftir því sem kostur er
- stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði lögfræði og sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf
- sinna lögfræðilegum þjónustuverkefnum
- gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í lögfræði
- veita fræðslu og ráðgjöf varðandi lögfræðileg málefni
- gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum í lögfræði
- safna gögnum um lögfræðileg efni, varðveita þau og veita aðgang að þeim til vísindalegrar úrvinnslu
Image

Stjórn og starfsfólk
Stjórn Lagastofnunar er skipuð fjórum kennurum lagadeildar auk eins fulltrúa nemenda, sem tilnefndur er af Orator, félagi laganema.
Kristín Benediktsdóttir, dósent, formaður | |
Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor, varaformaður | |
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent | |
Hrefna Friðriksdóttir, prófessor | |
Silja Rán Arnarsdóttir, lögfræðingur |
- Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri og doktorsnemi
- Tölvupóstur: faf@hi.is
- Tómas Jökull Thoroddsen, laganemi og aðstoðarmaður
- Tölvupóstur: tjt@hi.is
- Sigurður Traustason, lögfræðingur
Stofnunin hefur verið starfrækt frá árinu 1974 og starfar eftir reglum frá árinu 2010.