Rannsóknastofur

Stjórn Lagastofnunar getur ákveðið að setja á fót rannsóknastofur í einstökum greinum lögfræði. Fastir kennarar við Lagadeild (prófessor, dósent eða lektor), forstöðumaður og sérfræðingar Lagastofnunar geta óskað eftir því við stjórnina að stofnuð verði rannsóknastofa og skal skýra frá þeirri rannsóknastarfsemi sem þar er ætlað að fara fram og hvort stofunni er ætlað að starfa ótímabundið eða til ákveðins tíma.

Rannsóknastofa getur verið þverfræðileg, enda sé lögfræði ein af þeim greinum sem rannsóknir taka til. Rannsóknastofa er faglega sjálfstæð rannsóknastofnun í samræmi við 4. gr. reglna um Lagastofnun Háskóla Íslands. Fimm rannsóknastofur eru starfandi, í Evrópurétti , norðurslóðarétti, refsirétti, stjórnsýslurétti og umhverfis- og auðlindarétti.