Header Paragraph

100 ára afmæli Húseigendafélagsins og málstofa á sviði eignaréttar

Image
""

Þann 12. október sl. fór fram sameiginlegt málþing Lagastofnunar og Húseigendafélagsins í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Húseigendafélagið var upphaflega málsvari leigusala en hefur þróast í að verða almennt hagsmunafélag húseigenda og eru félagsmenn þess um tíu þúsund talsins. Með hliðsjón af starfsemi félagsins voru ýmis lögfræðileg málefni á dagskrá málþingsins, m.a. atriði sem varða fjöleignarhúsa-, grenndar- og nábýlisrétt. Sérstakur heiðursgestur málþingsins var Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra og áður félagsmálaráðherra. 

Opnunarerindi málþingsins hélt Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins sem fjallaði m.a. um sögu félagsins. Þá héldu erindi, í eftirfarandi röð, Tinna Andrésdóttir lögfræðingur, Víðir Smári Petersen dósent við Lagadeild HÍ og Pétur Ármannsson arkitekt, en erindin fjölluðu m.a. um grennd og nábýlisrétt og önnur viðfangsefni tengd starfsemi Húseigendafélagsins. Loks var fjallað um framtíðarsýn félagsins í erindi Hildar Ýr Viðarsdóttur varaformanns Húseigendafélagsins og aðjunkts við Lagadeild HÍ.

Málstofa á sviði eignaréttar

Fyrr á þessari önn stóð Lagastofnun ásamt Víði Smára Petersen dósent fyrir málstofu á sviði eignaréttar í tilefni af heimsókn Marc Roark, prófessors í lögfræði við University of Tulsa, hingað til lands. Á málstofunni gerði Marc grein fyrir kenningum sínar á sviði eignaréttar. Þær fjalla einkum um samband eignaréttar og húsnæðismála og hvernig byggja megi upp leigukerfi, og önnur sambærileg kerfi, þannig að þau hafi seiglu (e. „resilience“) að leiðarljósi, en taki á sama tíma tillit til mismunandi þarfa og stöðu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Málstofan sem fór fram í Hátíðasal HÍ var vel sótt og spunnust þar áhugaverðar umræður um þau lögfræðilegu álitaefni sem Marc fjallaði um í erindi sínu.

Titill
Marc Roark

Texti

Kenningar Marc Roark fjalla einkum um samband eignaréttar og húsnæðismála og hvernig byggja megi upp leigukerfi, og önnur sambærileg kerfi, þannig að þau hafi seiglu (e. „resilience“) að leiðarljósi, en taki á sama tíma tillit til mismunandi þarfa og stöðu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta.

Mynd
Image
Marc Roark
Image
100 ára afmælishátíð Húseigendafélagsins 12. október