
Auglýst er eftir meistaranemum við Lagadeild Háskóla Íslands í rannsóknaraðstoð á vormisseri 2023. Rannsóknaraðstoðin er metin til eininga og gert er ráð fyrir að umfang vinnunnar nemi 6 ECTS einingum.
Um er að ræða tvær stöður í aðstoð við rannsóknir á sviði rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingaréttar. Aðstoðin felst í gagnaöflun, greiningu og yfirferð á rannsóknarniðurstöðum. Viðfangsefnin falla undir Rannsóknarstofu í stjórnsýslurétti, sem er rannsóknarstofa á vegum Lagastofnunar. Umsjónarmaður er Trausti Fannar Valsson dósent.
Umsóknafrestur er til og með miðvikudagsins 25. janúar.
Umsóknum skal beint til Lagastofnunar á netfangið lagastofnun@hi.is. Við mat á umsóknum er m.a. litið til námsárangurs og annarra atriða sem máli geta skipt. Leitast verður við að svara umsóknum eigi síðar en föstudaginn 27. janúar. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum.
Nánari upplýsingar veitir Friðrik Árni Friðriksson Hirst framkvæmdastjóri Lagastofnunar (faf@hi.is).