Lagastofnun Háskóla Íslands, Lögfræðingafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík efndu til hádegisverðarfundar þann 7. nóvember s.l. á Nauthóli, veitingastað. 50 lögfræðingar hittust og ræddu um pattstöðu í dómskerfinu eftir að Endurupptökudómur vísaði máli til Hæstaréttar sem vísaði því frá réttinum þar sem hann hefur ekki heimild til að til að taka skýrslur af sakborningum og vitnum. 

Frummælendur voru þau Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Víðir Smári Petersen dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Kristín Benediktsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður og varaformaður Lögmannafélags Íslands.