Header Paragraph

Málstofa og útgáfuhóf vegna Eignaréttar II

Image
Lagastofnun Háskóla Íslands í Lögbergi

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Eignaréttur II eftir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víði Smára Petersen efndi Lagastofnun Háskóla Íslands til málstofu á sviði eignaréttar þann 19. janúar síðastliðinn.

Fundarstjóri var Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar.
Einn höfunda, Þorgeir Örlygsson, kynnti efni bókarinnar.

Að því loknu flutti annar höfunda, Víðir Smári Petersen, framsögu um ný álitaefni um takmörk eignaréttar að auðlindum undir yfirborði jarðar.

Þá tóku við þær Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóli Íslands, sem brugðust við erindi Víðis með stuttum innslögum.

Að málstofunni lokinni bauð Fons Juris, útgefandi bókarinnar, upp á léttar veitingar