Header Paragraph

Málstofa um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga

Image
Frá málstofu um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga.

Á dögunum stóð Lagastofnun fyrir málstofu um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga. Málstofan, sem stýrt var af Björgu Thorarensen hæstaréttardómara, samanstóð af tveimur framsöguerindum.

Í fyrra erindinu fjallaði Hörður Helgi Helgason lögmaður um áskoranir sem þróun, innleiðing og notkun gervigreindar skapar gagnvart persónuverndarlöggjöfinni og hvert stefnir í því sambandi. Í síðara erindinu fjallaði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar um hvernig álitaefni um notkun gervigreindar birtast í framkvæmd stofnunarinnar í dag.

Í kjölfar framsöguerinda tóku við umræður. Málstofan var vel sótt eins og sést á myndum sem fylgja fréttinni.